Skipulags- og byggingarráð gerir umsögn skipulags- og byggingarsviðs að sinni, samþykkir deiliskipulagstillöguna með þeirri breytingu í samræmi við innkomna athugasemd að skýrt komi fram í texta að útkeyrsla verði frá sjálfsafgreiðslustöðinni út á Ásbraut. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að öryggi á göngu- og hjólaleiðum verði tryggt við nánari hönnun tengingarinnar. Málinu verði lokið skv. 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagstillögu að Ásvöllum Haukasvæði dags. 24 .04.2009 og að málinu verði lokið skv. 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."