Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 243
19. janúar, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga Péturs Jónssonar landslagsarkitekts dags. 15.02.2009 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Hauka að Ásvöllum ásamt skýringaruppdrætti. Borist hefur nýr uppdráttur dags. 24.04.2009. Tillagan var auglýst 24.08.2009 skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafresti lauk 06.10.2009. Athugasemd barst frá Ask arkitektum dags. 10.09.2009. Tillagan er í samræmi við breytinga á aðalskipulagi, sem öðlaðist gildi 23.12.2009. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs um innkomna athugasemd.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir umsögn skipulags- og byggingarsviðs að sinni, samþykkir deiliskipulagstillöguna með þeirri breytingu í samræmi við innkomna athugasemd að skýrt komi fram í texta að útkeyrsla verði frá sjálfsafgreiðslustöðinni út á Ásbraut. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að öryggi á göngu- og hjólaleiðum verði tryggt við nánari hönnun tengingarinnar. Málinu verði lokið skv. 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagstillögu að Ásvöllum Haukasvæði dags. 24 .04.2009 og að málinu verði lokið skv. 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."