Umhverfis- og skipulagsþjónustu er falið að vinna að og ganga frá breyttu mæliblaði og lóðarsamning með vísan til deiliskipulagstillögu sem lögð var fram á fundi skipulags- og byggingarráðs 16. júní 2015. Þeirri vinnu skal lokið áður en framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðs knatthúss er veitt.
Með vísan til fyrirhugaðrar stærð mannvirkis, nánasta umhverfis og friðlandsins áréttar skipulags- og byggingarráð að hönnun þess verði kynnt á fyrirspurnarformi áður en endanlega afgreiðsla á sér stað.