Árni Rúnar Þorvaldsson víkur af fundi undir þessum líð.
Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.
Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni sem Adda María svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur þá að stuttri athugasemd.
Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og Ágúst Bjarni kemur til andsvars. Guðlaug svarar andsvari.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 greiddum atkvæum afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Adda María situr hjá við atkvæðagreiðsluna og kemur jafnframt að svohljóðandi bókun:
Undirrituð gerir athugasemd við þá framsetningu að uppbygging íþróttamannvirkis sé hengd saman við íbúðauppbyggingu á svæðinu eins og fram kemur í gögnum málsins og tekur því ekki þátt í atkvæðagreiðslu varðandi það.
Adda María Jóhannsdóttir