Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar 2009 og þriggja ára áætlun 2010-2012
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1603
18. desember, 2008
Annað
Fyrirspurn
7. liður úr fundargerð BÆJH frá 16. des. sl. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2009 og þriggja ára áætlun 2010-2012. Fjármálastjóri mætti til fundarins og gerði gein fyrir áætluninni. Einnig gerð grein fyrir afgreiðslu einstakra ráða á áætluninni. Á fundinum verða lagðar fram fundargerðir samráðshóps bæjarráðs frá 8. okt. sjá sérstakan dagskrárlið í lok fundargerðar. Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2009 og þriggja ára áætlun 2010-2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Svar


Lúðvík Geirsson tók til máls. Lagði hann fram greinargerð með fjárhagsáætluninni fyrir árið 2009 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2010-2012.
Þá Jón Páll Hallgrímsson, Haraldur Þór Ólason, Lúðvík Geirsson, Haraldur Þór Ólason og Lúðvík Geirsson.
 
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða með 11 atkv. að vísa framlögðu frumvarpi að fjárhagsáætlun Hafnarfjaðarkaupstaðar fyrir árið 2009 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2010-2012 um rekstur, framkvæmdir og fjármál til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn sem fram fer miðvikudaginn 7. janúar nk.