Lagt fram.
Haraldur Þór Ólason óskar bókað:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir sig úr samráðshópi bæjarráðs sem skipaður var í okt. sl. og taka átti sameiginlega á málum í bæjarfélaginu í kjölfar fjármálakreppunnar. Telur hann þau störf sem þar fara fram ekki hafa skilað þeim árangri sem að var stefnt.
Fulltrúar Samfylkingar óska bókað:
"Afstaða oddvita Sjálfstæðisflokksins til vinnu samráðshóps bæjarráðs sýnir hvorki pólitíska ábyrgð né vilja til samstarfs við yfirferð og mótun fjárhagsáætlunar bæjarfélagsins fyrir komandi ár við þær sérstöku aðstæður sem uppi eru í efnahagsálum þjóðarinnar.
Samráðhópurinn hefur á síðustu vikum haldið 10 fundi og þar af hafa 7 þeirra verið sérstaklega um undirbúning og vinnslu fjárhagsáætlunar.
Oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur mætt á 2 af þessum fundum og sat annan þeirra aðeins að hluta.
Það er því spurning hvaða forsendur hann hefur til að meta árangur af þeirri vinnu sem fram hefur farið í góðu samstarfi embættismanna og forystumanna annarra flokka í bæjarstjórn og er langt í frá lokið."
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað: Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna telur afar mikilvægt að allir flokkar í Hafnarfirði komi að fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 vegna þeirra bankakreppu sem nú ríður yfir samfélagið. Vinstri hreyfingin grænt framboð í Hafnarfirði hefur ákveðið að taka að fullu þátt í að tryggja hag Hafnarfjarða á þessum erfiðu tímum