Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, Græni trefillinn, breytt skilgreining.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 239
1. desember, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekinn fyrir að nýju tölvupóstur dags. 25.08.2009 frá Haraldi Sigurðssyni verkefnisstjóra á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar ásamt fylgigögnum, sem fjalla um athugasemdir við svæðisskipulagsbreytingu varðandi Græna trefilinn. Lagt er til að Hafnarfjarðarbær samþykki breytinguna. Lagður fram tölvupóstur frá Haraldi Sigurðssyni dags. 21.11.2009, þar sem fram kemur að samþykkt bæjarstjórnar þurfi fyrir erindinu. Sviðsstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 - 2024, varðandi Græna trefilinn dags. 16.02.2009.