Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls. Þá Rósa Guðbjartsdóttir sem lagði spurningar fyrir Guðmund Rúnar Árnason sem hann svaraði. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari sem ræðumaður svaraði. Rósa Gubjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni og lagði fram svohljóðandi frávísunartillögu:
"Lagt er til að málinu verði vísað frá að þessu sinni þar sem frumvarpið hefur ekki verið tekið fyrir á Alþingi og undirrituð telur það heldur ekki í verkahring bæjarstjórna að taka málið til afgreiðslu.
Lögð er áhersla á að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefði fundi sínum getað fjallað um ályktun fjölskylduráðs án þess að til afgreiðslu þyrfti að koma."
Jón Páll Hallgrímsson tók til máls. Rósa Gubjartsdóttir veitti andsvar. Gunnar Svavarsson tók svo til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari sem ræðumaður svaraði. Almar Grímsson tók til máls.
Frávísunartillagan var felld með 8 atkv. gegn 2, 1 sat hjá.
Guðmundur Rúnar Árnason vék af fundi og tók Eyjólfur Sæmundsson hans sæti.
Gunnar Svavarsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. Eyjólfur Sæmundson tók til máls. Þá Guðfinna Guðmundsdóttir og Jón Páll Hallgrímsson.
Óskað var eftir nafnakalli:
Haraldur Þór Ólason Já
Lúðvík Geirsson Já
Margrét Gauja Magnúsdóttir Já
Rósa Guðbjartsdóttir Nei
Almar Grímsson Já
Eyjólfur Sæmundsson Já
Guðfinna Guðmundsdóttir Já
Ellý Erlingsdóttir Já
Jón Páll Hallgrímsson Já
Gísli Ó. Valdimarsson Já
Gunnar Svavarsson Já
Bæjarstjórn samþykkti því tilllöguna með 10 atkv. gegn 1.
Rósa Guðbjartsdóttir kom að svohljóðandi bókun:
"Það er afar fátítt og líklega einsdæmi að bæjar-eða sveitastjórnir taki einstök þingmál upp til afgreiðslu með þeim hætti sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar gerir hér í dag. Tel ég tíma bæjarstjórnar betur varið til að fjalla um mál sem snertir hag bæjarbúa með skýrari hætti í þjóðfélaginu í dag. Ekki síst þegar um er að ræða mál sem ekki hefur verið mælt fyrir á Alþingi, og ekki verið tekið til umræðu þótt það hafi verið lagt fram í fimmta sinn í upphafi hausts. Það er sérkennilegt að bæjarstjórn Hafnarfjarðar setji slíkt mál í forgang í sínu starfi."
Rósa Guðbjartsdóttir (sign)