Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju bréf Húseigendafélagsins dags. 04.11.08 varðandi óleyfisframkvæmdir Jóns Karls Grétarssonar á 1. hæð hússins. Ekki var brugðist við ítrekuðum athugasemdum skipulags- og byggingarfulltrúa, sem ákvað á fundi 11.12.2008 að yrði ekki brugðist við athugasemdum innan eins mánaðar eða breytingarnar fjarlægðar myndi hann leggja til við skipulags- og byggingarráð að beitt verði dagsektum skv. VI. kafla skipulags- og byggingarlaga. Þar sem framkvæmdin er brot á skipulags- og byggingarlögum og fjöleignahúsalögum, gerði skipulags- og byggingarráð tillögu til bæjarstjórnar um dagsektir á eiganda 1. hæðar hússins kr. 50 þúsund á dag frá og með 1. október hafi hinar ólögmætu framkvæmdir ekki verið fjarlægðar fyrir þann tíma. Bæjarstjórn samþykkti þetta 01.09.2009. Áður lagður fram tölvupóstur Björns Þorra Viktorssonar hrl. dags. 22.09.2009 f.h. eiganda. Dagsektir eru fallnar á eiganda, en þar sem ekki hafði tekist að birta eiganda þá ákvörðun samþykkti skipulags- og byggingarfulltrúi 23.09.2009 að fresta málinu. Ekkert hefur enn gerst í málinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gaf 04.11.2009 eiganda tvær vikur til að bregðast við því. Að þeim tíma liðnum yrðu dagsektir innheimtar, hafi ekkert gerst í málinu. Ekkert gerðist enn í málinu og voru dagsektir samþykktar frá og með 1. mars s.l.
Eignin er nú komin í eigu Íbúðalánasjóðs.