Fyrirspurn
9. liður úr fundargerð SBH frá 26.ágúst sl.
Tekið fyrir að nýju bréf Húseigendafélagsins dags. 04.11.08 varðandi óleyfisframkvæmdir Jóns Karls Grétarssonar á 1. hæð hússins. Ekki hefur verið brugðist við ítrekuðum athugasemdum skipulags- og byggingarfulltrúa, sem ákvað á fundi 11.12.2008 að yrði ekki brugðist við athugasemdum innan eins mánaðar eða breytingarnar fjarlægðar myndi hann leggja til við skipulags- og byggingarráð að beitt verði dagsektum skv. VI. kafla skipulags- og byggingarlaga. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 01.07.2009 til skipulags- og byggingarráðs, sem bókaði eftirfarandi 07.07.2009:
Skipulags- og byggingarráð ítrekar að eigendur sæki um leyfi fyrir umræddum framkvæmdum, sem fjallað verður um samkvæmt skipulags- og byggingarlögum. Berist ekki slík umsókn innan fjögurra vikna eða breytingarnar verði fjarlægðar að öðrum kosti, mun skipulags- og byggingarráð leggja til við bæjarstjórn að beitt verði dagsektum skv. VI. kafla skipulags- og byggingarlaga. Lagt fram bréf Guðbjargar Matthíasdóttur lögmanns Húseigandafélagsins dags. 13.07.2009, þar sem fram kemur að ekki liggi fyrir samþykki meðeigenda í húsinu.
Þar sem framkvæmdin er brot á skipulags- og byggingarlögum og fjöleignahúsalögum, gerir skipulags- og byggingarráð eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að lagðar verði dagsektir á eiganda 1. hæðar hússins kr. 50 þúsund á dag frá og með 1. október hafi hinar ólögmætu framkvæmdir ekki verið fjarlægðar fyrir þann tíma."