Brekkuás 5-7, ábendingar byggingafulltrúa
Brekkuás 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 408
9. maí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Borist hafa ábendingar frá húsfélaginu Brekkuási 5 - 7, þar sem gerðar eru athugasemdir við frágang húss og lóðar. Athugun skoðunarmanns skipulags- og byggingarsviðs staðfestir ýmsar ábendinganna. Ekki hefur verið sótt um lokaúttekt skv. grein 53.1 í byggingarreglugerð og er það brot á ákvæði 55. greinar reglugerðarinnar. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 03.03.10 til byggingarstjóra að sækja um lokaúttekt á húsinu innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 57. greinar skipulags- og byggingarlaga til að fylgja málinu eftir. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 28.04.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan 3 vikna. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 um dagsektir og áminningu á byggingarstjóra.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 207163 → skrá.is
Hnitnúmer: 10084804