Hitaveita Suðurnesja hf, hluthafafundur 1.12.2008
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 16 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3213
28. nóvember, 2008
Annað
1
Fyrirspurn
Lagt fram fundarboð vegna hlutahafafundar Hitaveitu Suðurnesja hf sem haldinn verður 1. desember nk. Einnig lögð fram gögn um skiptingu félagsins í Hitaveita Suðurnesja hf og HS veitur hf og samþykktir fyrir viðkomandi félög. Til fundarins mættu Gerður Guðjónsdóttir fjármálastóri Hafnarfjarðarbæjar og Baldur Stefánsson og Gunnar Jóhannesson frá Artica Finance og fóru yfir fjárhagsleg atriði varðandi fyrirliggjandi skiptingu.
Svar


Bæjarráð samþykkir að Gunnar Svavarsson stjórnarmaður Hafnarfjarðar í stjórn Hitaveitunnar verði fulltrúi bæjarins á hlutahafafundinum.


Jafnframt samþykkir bæjarráð eftirfarandi:
"Í ljósi þeirra upplýsinga sem kynntar hafa verið á fundinum er það mat bæjarráðs að rétt sé að fresta afgreiðslu á tillögu á hlutahafafundi Hitaveitu Suðurnesja n.k. mánudag um skiptingu á félaginu. Jafnframt felur bæjarráð fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar á hluthafafundi HS að bera fram tillögu þar að lútandi."