Sjálfstæðisflokkurinn, tillaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 16 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3215
9. desember, 2008
Annað
‹ 1
2
Fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði leggja til að unnið verði að því að hagræða og einfalda stjórnskipulag Hafnarfjarðar. Jafnframt að laun og kjör bæjarstjóra, bæjarfulltrúa og fulltrúa í ráðum og nefndum verði tekin til endurskoðunar og miðað að því að lækka kostnað af þeim útgjaldalið um allt að 15% á árinu 2009.
Greinargerð Fjárhagstaða Hafnarfjarðarbæjar er mjög þröng og miklar skuldir hvíla á bæjarfélaginu. Fyrirséð er mikil tekjuskerðing bæjarins sem verður að mæta með niðurskurði og við þær aðstæður er eðlilegt að stjórnkerfi bæjarins gangi á undan með góðu fordæmi. Gengið verði til verks með einföldun á stjórnkerfi bæjarins eins og bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til undanfarin ár við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Svar

Í sérstökum starfshópi bæjarráðs hefur verið unnið undanfarnar vikur að undirbúningi fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009. Þar er allt til skoðunar, þar með talin launakjör kjörinna fulltrúa. 
Tillögunni er vísað með þremur atkvæðum til umfjöllunar í þessum starfshópi.
 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.