Strandgata 19, eldvarnir
Strandgata 19
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 227
26. maí, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekinn fyrir að nýju tölvupóstur frá Sigríði Önnu Sigurðardóttur, Sigga Timo Gullsmíði Strandgötu 19, dags. 09.12.2008, þar sem gerð er athugasemd við eldvarnir hússins. Vísað er til skoðunar lögreglunnar og slökkviðlisins. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði 09.02.2009 í gr. 61.5 í byggingarreglugerð og gerði eiganda skylt að framkvæma úrbætur á húsinu innan 4 vikna. Yrði ekki úr bætt mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagssektir í samræmi við gr. 61.6 og 210.1 í byggingarreglugerð. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði 13.05.2009 málinu til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð vísar í gr. 61.5 í byggingarreglugerð og gerir eiganda skylt að framkvæma úrbætur á húsinu innan 4 vikna. Verði ekki úr bætt mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagssektir í samræmi við gr. 61.6 og 210.1 í byggingarreglugerð."
Svar

"Skipulags- og byggingarráð vísar í gr. 61.5 í byggingarreglugerð og gerir eiganda skylt að framkvæma úrbætur á húsinu innan 4 vikna. Verði ekki úr bætt mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagssektir í samræmi við gr. 61.6 og 210.1 í byggingarreglugerð."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122398 → skrá.is
Hnitnúmer: 10119593