Fyrirspurn
Borist hefur kvörtun frá eiganda Vesturbrautar 4a vegna framkvæmda við Vesturgötu 18-20 sem liggja niðri og girðinga sem reistar voru og eru fallnar niður á köflur og hæðarmunur milli lóða er mikill. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.03.2009 framkvæmdaraðila að Vesturgötu 18-20 skylt að gera grein fyrir áætlun og tímasetningu á frágangi lóðarinnar að Vesturgötu 4a innan tveggja vikna. Ekki var brugðist við því, og voru tilmælin ítrekuð 15.04.2009. Yrði ekki brugðist við því innan tveggja vikna myndi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um að beitt verði dagssektum í samræmi við 57. gr. skipulags- og byggingarlaga. Skipulags- og byggingarráð tók 09.06.2009 undir fyrirmæli byggingarfulltrúa. Yrði ekki brugðist við þeim innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. gr. skipulags- og byggingarlaga. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Bæjarráð samþykkti í umboði bæjarstjórnar að lagðar yrðu dagsektir á eiganda frá og með 1. ágúst 2009 í samræmi við 57 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefðu umbeðnar upplýsingar ekki borist fyrir þann tíma. Tilkynning barst frá Frjálsa fjárfestingabankanum um að hann yfirtæki eignina frá þeim tíma og mundi strax gera í málinu. Ekkert hafði gerst enn. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 20.01.2010 lóðarhafa, Frjálsa Fjárfestingarbankanum skylt að ganga frá lóðinni samkvæmt samþykktum uppdráttum. Yrði verkið ekki hafið innan þriggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um að áður boðaðar dagsektir komi til framkvæmda. Lagt fram bréf Ingólfs Friðjónssonar hdl. f.h. Frjálsa Fjárfestingabankans dags. 17.02.2010, þar sem óskað er eftir samvinnu Hafnarfjarðarbæjar við frágang á lóðamörkum. Tengiliður bankans er Þórður Jónsson. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði umboðsmann bankans til viðtals við landslagsarkitekt skipulags- og byggingarsviðs. Umboðsmaðurinn hringdi og ætlaði að koma í viðtal í vikunni eftir 18.03.2010. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 07.07.10 Frjálsa Fjárfestingarbankanum skylt að leggja án tafar fram teikningar varðandi frágang lóðarinnar, sem skyldi vera lokið í síðasta lagi 15. ágúst. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir kr. 50 þúsund á dag í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 13.10.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:
"Skipulags- og byggingarráð gerir Frjálsa Fjárfestingarbankanum skylt að leggja án tafar fram teikningar varðandi frágang lóðarinnar, sem skal vera lokið í síðasta lagi 1. desember. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir kr. 50 þúsund á dag í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."