Fyrirspurn
Geir Garðarsson Vesturbraut 4 gerir athugasemd vegna framkvæmda við Vesturgötu 18-20 sem liggja niðri og girðinga sem reistar voru og eru fallnar niður á köflur og hæðarmunur milli lóða er mikill. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.03.2009 framkvæmdaraðila að Vesturgötu 18-20 skylt að gera grein fyrir áætlun og tímasetningu á frágangi lóðarinnar að Vesturgötu 4a innan tveggja vikna. Ekki hefur verið brugðist við því. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 15.04.2009 fyrirmæli um áætlun og tímasetningu á frágangi lóðarinnar. Yrði ekki brugðist við því innan tveggja vikna myndi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um að beitt verði dagssektum í samræmi við 57. gr. skipulags- og byggingarlaga. Skipulags- og byggingarráð tók 09.06.2009 undir fyrirmæli byggingarfulltrúa. Yrði ekki brugðist við þeim innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. gr. skipulags- og byggingarlaga. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.