Álverið í Straumsvík.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3253
4. febrúar, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir svarbréfi Alcan við fyrirspurnum Hafnarfjarðarbæjar.
Svar

Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram eftirfarandi bókun: Bæjarstjóri Hafnarfjarðar fór mikinn í fjölmiðlum eftir síðast bæjarráðsfund með yfirlýsingum tengdum Rio Tinto í Straumsvík. Yfirlýsingar sem voru alfarið ótímabærar bæði vegna þess að á þeim tíma hafði ekki borist formlegt svar frá fyrirtækinu við fyrirspurnum bæjaryfirvalda um fyrirætlanir fyrirtækisins auk þess sem ekki hefur enn verið tekin formleg afstaða til þess undirskriftarlista sem lagður var fram í tvennu lagi með meira en hálfs árs millibili. Nú hálfum mánuði síðar hefur svar borist frá fyrirtækinu þar sem fram kemur, eins og undirrituð hefur ítrekað bent á, að fyrirtækið hefur ekki aðgang að þeirri orku sem þarf til fyrir slíka stækkun og mörgum atriðum sé enn ósvarað. Forstjóri fyrirtækisins telur að ráðast þyrfti í umfangsmiklar og dýrar uppfærslur á skýrslum og athugunum til að taka afstöðu til stækkunarmöguleika auk þess sem forstjórinn bendir á að fyrirtækið hafi nýlega hafið framkvæmdir við meiriháttar fjárfestingarverkefni innan núverandi húsnæðis fyrirtækisins.   Forstjóri Rio Tinto í Straumsvík hefur því komið því á framfæri að fyrirtækið sé ekki að sækjast eftir því að ráðast í þá umfangsmiklu stækkun sem bæjarstjórinn fór mikinn um í fjölmiðlum eftir síðasta fund bæjarráðs. Þar að auki segir í minnisblaði starfandi bæjarlögmans: „Það er mat undirritaðar með hliðsjón af framansögðu að undirskriftarlisti frá því í desember 2008 ásamt viðbótarundirskriftum sem bárust í júlí á þessu ári geti ekki talist fullnægjandi listi í skilningi ákvæðis 3. gr. málsmeðferðarreglna um almennar atkvæðagreiðslur í Hafnarfirði og þegar af þeirri ástæðu beri að vísa erindinu frá.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)   Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi bókun: "Á fundi bæjarráðs þann 22. október sl. var lögð fram samantekt um að fjöldi undirskrifta íbúa bæjarins varðandi kosningu um nýtt deiliskipulag fyrir álverið í Straumsvík uppfyllti skilyrði samþykkta Hafnarfjarðabæjar varðandi íbúakosningar.  Engar athugasemdir komu fram við þá niðurstöðu.  Á síðasta fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað um stöðu skipulagsþáttar málsins, m.a. í framhaldi af fundum skipulagsstjóra með ráðamönnum Alcan.  Nú liggur fyrir formlegt svar frá forstjóra Alcan við fyrirspurnum skipulagsstjóra og ljóst að ýmis atriði þarfnast frekari skýringa og upplýsinga sem leitað verður. " Lúðvík Geirsson (sign.)