Gunnar Axel Axelsson vék af fundi við meðferð málsins.
Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram, f.h. oddvita Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, svohljóðandi tillögu:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með vísun til sameiginlegrar niðurstöðu viðræðunefnda Hafnarfjarðarbæjar og RTA um stöðu og framtíð álversins í Straumsvík, að ekki sé tímabært að efna til atkvæðagreiðslu um þá deiliskipulagstillögu sem var til umfjöllunar 2007.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar þann vilja sem fram kemur í niðurstöðu viðræðunefndanna, að ræða áfram um möguleika fyrirtækisins til eðlilegrar þróunar í bænum."
Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Valdimar Svavarsson (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign).
Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, kom að andsvari. Geir Jónsson tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Valdimar Svavarsson tók til máls. Þá Kristinn Andersen, Rósa Guðbjartsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.
Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari.
Gert stutt fundarhlé.
Guðný Stefánsdóttir tók sæti á fundinum í stað Gunnars Axels Axelssonar.
Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram tillögu um að vísa málinu aftur til bæjarráðs. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa málinu aftur bæjarráðs.