Bæjarráð Hafnarfjarðar fagnar þeirri uppbyggingu sem nú hefur verið ákveðin hjá RTA með framleiðsluaukningu og nýjum og verðmætari afurðum og efla mun atvinnulif og atvinnuuppbyggingu í Hafnarfirði.
Með vísan til fyrirliggjandi undirskrifta, álitsgerðar sviðstjóra og lögmanns skipulagssviðs og ýmissa óvissuþátta sem eru uppi varðandi lykilþætti sem snúa að stöðu fyrirliggjandi skipulagstillagna um hugmyndir að stækkun álversins í Straumsvík, samþykkir bæjarráð að óska eftir viðræðum milli RTA og bæjaryfirvalda um samstarf aðila til að vinna að sátt í samfélaginu um stöðu fyrirtækisins. Jafnframt er málinu vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn.