Fyrirspurn
Almar Grímsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi ályktun:"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvetur heilbrigðisráðherra til að endurskoða áform um breytingar á starfsemi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, með það fyrir augum að tryggja áframhaldandi þjónustu við íbúa í Hafnarfirði og starfsöryggi starfsfólks. Ennfremur áréttar bæjarstjórn samþykkt sína frá 7. janúar 2009 þar sem lögð er rík áhersla á að fjallað verði um alla þætti heilbrigðisþjónustu og þjónustu við aldraða í Hafnarfirði í samhengi. Starfsemi St. Jósefsspítala og framtíð hans er órofa hluti af þeirri heildarmynd."
Almar Grímsson (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Jón Páll Hallgrímsson (sign)