St.Jósefsspitali, heilbrigðisþjónusta og framtíðarstarfsemi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1604
7. janúar, 2009
Annað
Svar

Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að óska eftir viðræðum við Heilbrigðisráðuneytið um framtíðarfyrirkomulag heilbrigðismála í Hafnarfirði. Í viðræðunum verði lögð áhersla á þessi meginatriði:
Framtíð heilsugæslunnar í bænum, einkum með það í huga að samþætta í enn ríkari mæli þjónustu heilsugæslunnar við aðra þjónustu í bænum. Að hægt verði að þróa framtíðarhlutverk Sólvangs í samræmi við tillögur heilbrigðisráðherra frá 2006 um heildræna öldrunarþjónustu í Hafnarfirði
Í viðræðunum verði jafnframt fjallað um starfsemi St. Jósefsspítala og framtíð hans.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggur ríka áherslu á að allir þessir þættir séu hluti af sömu heildarmyndinni og því sé rétt að fjalla um þá í samhengi. Þannig verði hagsmunir bæjarbúa best tryggðir, auk þess sem það sé skynsamlegt útfrá hagkvæmnissjónarmiðum. "
Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Almar Grímsson (sign) Jón Páll Hallgrímsson (sign)
Almar Grímsson tók næstur til máls, þá Lúðvík Geirsson.
Bæjarstjórn samþykkti fyrirliggjandi tillögu samhljóða með 11 atkv.