Fjárhagsaðstoð, reglur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1652
9. febrúar, 2011
Annað
Fyrirspurn
5. liður úr fundargerð FJÖH frá 2.febr. sl. Lagt fram til kynningar yfirlit félagsþjónustu yfir fjárhagsaðstoð árin 2007-2010. Einnig lagðar fram tillögur málskotsnefndar um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð. Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagðar breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð. Reglurnar, svo breyttar, taka gildi 1. mars nk." Bókun fjölskylduráðs: Með heildarendurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar er leitast við að aðlaga þær þeim aðstæðum sem nú eru í íslensku samfélagi. Í enduskoðuðum reglum er grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækkuð töluvert umfram verðlagsþróun, eða um 7,5% frá fyrra ári. Að sama skapi er framkvæmd reglna um fjárhagsaðstoð til þeirra sem búa í foreldrahúsum eða hjá öðrum endurskoðuð og verður fjárhagsaðstoð við þann hóp miðuð við hálfa grunnfjárhæð eða krónur 67.500. Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar hjóna verður krónur 243.000 samkvæmt tillögu fjölskylduráðs.
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Þá Geir Jónsson.     Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.