Reykjavíkurvegur 50, breyting verslun
Reykjavíkurvegur 50
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 224
7. apríl, 2009
Annað
Fyrirspurn
Smáragarður ehf sækir 14.01.2008 um breytingu á verslun. Nýtt anddyri á vesturhlið, neyðarútgangur á austurhlið einnig breytingar á innréttingu í verslun samkvæmt teikningum Jóhanns Sigurðssonar dagsettar 08.01.2009. Ásamt stimpli frá heilbrigðiseftirliti og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið 14.01.2009 þegar leiðrétt skráningartafla hefði borist. Þar sem skráningartafla hefur ekki borist hefur byggingarleyfið ekki öðlast gildi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eiganda skylt 11.03.2009 að skila inn leiðréttri skráningartöflu innan tveggja vikna. Hefði hún ekki borist innan tilskilins tíma yrði málið sent til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um aðgerðir. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 01.04.2008, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð gerir húseiganda skylt að skila inn leiðréttri skráningartöflu innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir húseiganda skylt að skila inn leiðréttri skráningartöflu innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.