Alþingiskosningar 2009
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3224
8. apríl, 2009
Annað
Fyrirspurn
Lagður fram kjörskrárstofn vegna Alþingiskosninga 2009 sem fram fara þann 25. apríl nk. Á kjörskrá í Hafnarfirði eru 17.989 manns. Lögð fram tillaga að kjörstöðum og skiptingu í kjördeildir. Lagðar fram tillögur að undirkjörstjórnum.
Svar

Bæjarráð staðfestir tillögu að kjörstöðum og skiptingu í kjördeildir sem hér segir: Kjörstaðir verða 4 og kjördeildir 15: Öldutúnsskóli ; kjördeildir 1 - 4 Víðistaðaskóli; kjördeildir 5 - 8 Setbergsskóli; kjödeildir 9 - 11 Áslandsskóli; kjördeildir 12 - 15   Jafnframt vísar bæjarráð kosningu undirkjörstjórna til bæjarstjórnar.