Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju umsókn Vernharðar Skarphéðinssonar 26.01.2009 um breytingu á kvistum á SA og NV hliðum ásamt breyttum frágang á þakkanti og göflum, samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 21.01.2009. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu í grenndarkynningu 28.01.2009 skv. 7. mgr. 43. greinar skipulags- og byggingarlaga, en fól úttektarmanni sviðsins jafnframt að mæla upp kvistinn. Komið hefur í ljós að stærð kvistsins samræmist ekki gr. 79.16 í byggingarreglugerð, og var þá grenndarkynningunni frestað. Skipulags- og byggingarráð óskaði 10.02.2009 eftir skýringum frá húseiganda. Lagt fram bréf Haraldar Magnússonar dags. 26.02.2009. Áður lagðir fram minnispunktar sviðsstjóra dags. 02.03.2009 af fundi með eiganda Smyrlahrauns 1. Lagt fram bréf frá Vernharði Skarphéðinssyni dags. 09.03.2009 og minnispunktar sviðsstjóra dags. 10.03.2009. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 11.03.2008, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.