Sjálfstæðisflokkurinn, tillaga og fyrirspurn fulltrúa 29.1.2009
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1606
3. febrúar, 2009
Annað
Fyrirspurn
15.liður úr fundargerð BÆJH frá 29.jan. sl. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi tillögu og fyrirspurnir: Tillaga fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði leggja til að stjórnsýsla Hafnarfjarðarbæjar verði einfölduð og gerð skilvirkari. Tillögur þar að lútandi verði lagðar fram eigi síðar en 31. mars 2009. Greinargerð: Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa mörg undanfarin ár lagt til að stjórnkerfi Hafnarfjarðar verði endurskoðað með því markmiði að gera það einfaldara, skilvirkara og ódýrara. Viðurkennt er af öllum flokkum að stjórnsýsla þurfi að vera í sískoðun og sérstök ástæða er nú að sinna þessu verkefni. Enn á ný er lagt til að vinna verði hafin í þessu skyni og unnið hratt og ákveðið að því að skila tillögum eigi síðar en í marslok. Eðlilegt er að fela forsetanefnd þetta verkefni og fulltrúi VG komi að því einnig.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.
Svar

Haraldur Þór Ólason tók til máls. Svo Gunnar Svavarsson og Haraldur Þór Ólason. Gunnar Svavarsson kom að andsvari sem ræðumaður svaraði. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari sem ræðumaður svaraði. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Þá Jón Páll Hallgrímsson og Haraldur Þór Ólason. Jón Páll Hallgrímsson veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Þá Eyjólfur Sæmundsson. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar. Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. María Kristín Gylfadóttir kom að andsvari öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. Guðmundur Rúnar Árnson tók til máls og lagði til að fyrirliggjandi tillaga verði vísað til forsetanefndar. Gunnar Svavarsson tók til máls. Stutt fundarhlé. Forseti gerði stutta athugasemd. Tillagan sem Guðmundur Rúnar lagði fram var samþykkt samhljóða með 11 atkv.