Jón M. Halldórsson leggur þann 03.02.2009 inn fyrirspurn til að rífa bílskúr á lóð og byggja annan á sama stað sem verður með þvottahúsi, gestasalerni og nýrri forstofu fyrir íbúðarhúsið samkvæmt teikningum. Sjá einnig meðfylgjandi uppl. á teikningu. Áður lagt fram skuggavarp frá KJhönnun. Skipulags- og byggingarráð beindi því 24.02.2009 til fyrirspyrjanda að skoða leiðir til að lækka fyrirhugaða viðbyggingu.
Svar
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fullnaðargögnum skv. gr. 12.2 í byggingarreglugerð, sem verða send í grenndarkynningu skv. 7. gr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga, ef sótt verður um byggingarleyfi.