Skólamáltíðir, kostnaður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1606
3. febrúar, 2009
Annað
Fyrirspurn
María Kristín Gylfadóttir lagði fram svohljóðandi tillögu f.h. bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að lækka verð skólamáltíða þannig að kostnaður hverrar máltíðar verði krónur 210 og kostnaður vegna máltíða í hverjum mánuði verði aldrei hærri en krónur 4500. Sömuleiðis verði veittur systkinaafsláttur á skólamáltíðir. Þannig verði aðeins tekið gjald fyrir tvö börn í heimili, en þriðja, fjórða og fimmta barn fái fría skólamáltíð. Verð þessi taki gildi 1. mars 2009 og gildi út skólaárið. Verð máltíðar og systkinaafsláttur verði síðan endurskoðaður við upphaf næsta skólaárs. Sá kostnaðarauki sem til fellur af samþykkt þessari verði tekinn úr Velferðarsjóði sem settur var á fót við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar. Bæjarstjórn felur fræðsluráði að gera nauðsynlegar útfærslur og hrinda samþykktinni í framkvæmd." María Kristín Gylfadóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Haraldur Þór Ólason.
Svar


María Kristín Gylfadóttir tók til máls. 1. varaforseti tók við fundarstjórn. Ellý Erlingsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og VG leggja til að tillaga skólamáltíðir- kostnaður verði vísað til umfjöllunar og yfirferðar hjá fræðsluráði Hafnarfjarðar. Það er eðlileg og rétt stjórnsýsla að viðkomandi ráð fjalli um og meti tillöguna áður en hún er borin upp í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og ekki hvað síst í því ljósi að ekki eru nema rétt tæpar fjórar vikur síðan fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar."
Ellý Erlingsdóttir (sign) Gunnar Svavarsson (sign)
Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign)
Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Gísli Ó. Valdimarsson (sign)
Jón Páll Hallgrímsson (sign) Guðfinna Guðmundsdóttir (sign)


María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar, sem Ellý Erlingsdóttir svaraði. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. Jón Páll Hallgrímsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir veitti andsvar. Gunnar Svavarsson tók þá til máls. Haraldur Þór Ólason veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. María Kristín Gylfadóttir veitti einnig andsvar. Jón Páll Hallgrímsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir veitti andsvar. sem ræðumaður svaraði. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. María Kristín Gylfadótttir veitti andsvar öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. Gunnar Svavarsson veitti andsvar. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Rósa Guðbjartsdóttir veitti andsvar öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. María Kristín Gylfadóttir veitti einnig andsvar sem ræðumaður svaraði. Gunnar Svavarsson tók til máls. Fundarhlé. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar öðru sinni sem ræðumaður svraði einnig. Rósa Guðbjartsdóttir veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Haraldur Þór Ólason tók til máls. Fundarhlé. Ræðumaður hélt áfram ræðu sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir veitti andsvar, sem ræðumaður svaraði. María Kristín Gylfadóttir veitti einnig andsvar sem ræðumaður svaraði. Hún veitti andsvar öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig.
Tillagan sem Ellý Erlingsdóttir bar fram var samþykkt með 8 atkv., 3 sátu hjá.
Gunnar Svavarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Rósa Guðbjartsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun:

"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda á að velferðarsjóðurinn sem vísað er til í tillögu þeirra lá ekki fyrir í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2009."
Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Haraldur Þór Ólason (sign)  María Kristín Gylfadóttir (sign)