Fyrirspurn
12.liður úr fundargeð SBH frá 2.nóv. sl.
Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi fyrir svæði við Ljósatröð dags. 15.01.2009. Svæðið er innan deiliskipulags fyrir Hörðuvelli - Reykdalsreit, en þessum hluta þess var frestað. Deiliskipulagstillagan var auglýst 04.05.2009 - 02.06.2009 skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafrestur rann út 16.06.2009. Athugasemdir bárust. Þar sem úrvinnsla málsins tafðist var skipulagið auglýst að nýju skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og er athugasemdatíma lokið. Athugasemd barst. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviði að svari við athugasemdinni.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svar skipulags- og byggingarsviðs, samþykkir skipulagið og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir svæði við Ljósatröð dags. 15.01.2009 og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."