Flensborgarskóli, samningur um hljóðvarpssendingar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3364
21. nóvember, 2013
Annað
Fyrirspurn
Samningur vegna útsendinga af bæjarstjórnarfundum tekinn til umræðu þar sem búið er að leggja niður fjölmiðladeild Flensborgarskóla sem annast hefur útsendingar. Fyrir liggur að skólinn getur ekki staðið við samninginn að óbreyttu.
Svar

Bæjarráð felur bæjastjóra að taka saman greinargerð varðandi málið og leggja tillögu um framhaldið fyrir næsta bæjarráðsfund.
Jafnframt ítrekar bæjarráð samþykkt sína frá því í júlí sl. varðandi Flensborgarskóla og skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að gera skólanum kleift að viðhalda því fjölbreytta námsvali sem byggt hefur verið upp við skólann.