Fyrirspurn
Borist hefur kvörtun frá Kára Harðarsyni f.h. Fagstáls ehf og Þorvaldi Stefánssyni f.h. Stufs ehf varðandi umgengni fyrirtækisins Jeppahlutir Ragnars Róbertssonar dags. 04.02.2009. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði 11.02.2009 í gr. 68.2 í byggingarreglugerð og gerði eiganda skylt að framkvæma úrbætur á lóðinni innan 4 vikna. Yrði ekki úr bætt mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagssektir í samræmi við gr. 210.1 í byggingarreglugerð. Eftirlitsmaður skipulags- og byggingarsviðs hefur staðfest að lóðin sé þétt skipuð af bílhræjum, sem væntanlega tilheyra starfseminni. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 25.03.2008, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð gerir húseiganda skylt að framkvæma úrbætur á lóðinni inna 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."