Lyngbarð 5 og 7, Móabarð 29, lóðamörk
Lyngbarð 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 224
7. apríl, 2009
Annað
Fyrirspurn
Valgerður Kristjánsdóttir, Lyngbarði 5 gerir f.h. íbúa að Lyngbarði 5 og 7 athugasemd við að eigandi Móabarðs 29 hafi tekið sér hluta af lóðum þeirra og girt af. Mælingamaður Hafnarfjarðarbæjar hefur mælt lóðamörkin. Vísbendingar eru um fyrirhugaðar framkvæmdir á lóð Lyngbarðs 5. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.02.2009 eiganda Móabarðs 29 skylt að færa girðinguna á réttan stað í samræmi við mælingu mælingamanns Hafnarfjarðarbæjar. Yrði ekki úr bætt innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagssektir í samræmi við gr. 210.1 í byggingarreglugerð. Lagt fram bréf Önnu Rósu Traustadóttur og Gylfa Sigurðssonar eigenda Móabarðs 29 dags. 15.03.2009 ásamt lóðarleigusamningum fyrir umrædd hús. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 25.03.2008, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð óskar eftir upplýsingum frá eigendum Lyngbarðs 5 og 7 um hvaða framkvæmdir eru fyrirhugaðar á lóðunum, og hvernig þau hyggist ganga frá lóðarmörkum. Vísað er til kafla 3 í byggingarreglugerð.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121636 → skrá.is
Hnitnúmer: 10035210