Tekinn fyrir að nýju tölvupóstur Lúðvíks Erhardt Gústafssonar verkefnisstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29.01.2009 þar sem kynnt eru ný lög um meðhöndlun raf- og raftækjaúrgangs. Skipulags- og byggingarráð vísaði málinu til umsagnar í umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21. Lögð fram umsögn nefndarinnar.
Svar
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 og felur skipulags- og byggingarsviði að koma henni á framfæri við Samband sveitarfélaga.