Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð SBH frá 1.des.sl.
Áður frestað á fundi bæjarstjórnar þ. 8.des.sl.
Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 04.03.2009 að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar aukningu byggðar í Sléttuhlíð. Textabreyting. Skipulagstillagan var auglýst 24.08.2009 skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og lauk athugasemdafresti 09.10.2009. Athugasemdir bárust. Lögð fram endurskoðuð samantekt skipulags- og byggingarsviðs dags. 20.11.2009 á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar aukningu byggðar í Sléttuhlíð dags. 04.03.2009 og að málinu verði lokið skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."