Fyrirspurn
Kvörtun hefur borist vegna breytinga á húsinu sem ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir, sjá gögn, fundur 04.03.2009. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eigendum hússins eða húsfélaginu 04.03.2009 skylt að senda inn reyndarteikningar með breytingunum í samræmi við gr. 12.2 í byggingarreglugerð innan 8 vikna. Ekki hefur verið brugðist við því.
Skipulags- og byggingarfulltrúi áréttaði 13.05.2009 að hafi teikningar enn ekki borist innan tveggja vikna mundi hann gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um að beitt verði dagsektum skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar málinu 03.06.2009 til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:
"Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafi teikningar enn ekki borist innan tveggja vikna muni ráðið gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga."