Sviðsstjóri kynnti tillögur. Skipulags- og byggingarráð felur sviðinu að vinna áfram að tillögum og leggja fram á næsta fundi ráðsins, sem unnar verði áfram í samráði við skólayfirvöld. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda á að rými á skólalóðinni er mjög takmarkað og þegar hefur verið óskað eftir umbótum á leiksvæðum við skólann. Því hefði verið réttast að fá formleg viðbrögð frá skólasamfélagi Hraunvallaskólans áður en til vinnu við deiliskipulag og undirbúning framkvæmda hefst. Minnt er á tillögu Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði um að kannað yrði hvaða kostir kæmu til greina varðandi nýtingu skólahúsnæðis almennt í bænum til að mæta vaxandi þörf á húsnæði í einstaka hverfum. Ennfremur er óljóst hvort fyrirhugaðar framkvæmdir nýtist til lengri tíma.