Reykjavíkurvegur 50, Krónan, umgengni á lóð
Reykjavíkurvegur 50
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 234
22. september, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju mál Smáragarðs f.h. Krónunnar Reykjavíkurvegi 50, en bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur lagt dagsektir á fyrirtækið frá og með 1. september s.l. vegna umgengni á lóð. Lagt fram bréf Benedikts Inga Tómassonar f.h. Krónunnar þar sem settar eru fram tillögur um umgengni við gámana og dagsektum mótmælt þar sem gámar hafi verið sýndir á teikningu fyrir verslunina Nóatún árið 2001 og andmælafrestur verið of stuttur. Talið er í bréfinu að kröfur Hafnarfjarðarbæjar séu óljósar og ekki komi fram hvers krafist er. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 16.09.2009. Skipulags- og byggingarfulltrúi fellst ekki á skýringar varðandi tímafresti o.fl. sem fram koma í bréfinu. Ítrekað hafa verið send bréf til Krónunnar og eignarhaldsfélagsins Smáragarðs allt frá 18. júní s.l. þar sem Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingaraðila skylt að ganga þannig frá gámunum að ekki sé til lýti og óþæginda fyrir nágrannna að viðlögðum dagsektum skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Til að bæta útlit gámanna þyrfti að klæða þá af á einhvern hátt, hver sem staðsetning þeirra verður. Enn fremur er bent á að sótt var um byggingarleyfi fyrir breytingum á verslunarrýminu þegar Krónan tók við húsnæðinu af Nóatúni, en það byggingarleyfi hefur ekki öðlast gildi þar sem það var skilyrt skilum á skráningartöflu, sem enn hefur ekki borist. Ekki er því fyrir hendi gilt byggingarleyfi og tilvísun í slíkt því ekki marktæk. Skipulags- og byggingarfulltrúi getur fyrir sitt leyti fallist á þann frágang sem sýndur er í bréfi Smáragarðs, en vísar erindinu að öðru leyti til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Lagt fram.