Fyrirspurn
25. liður úr fundargeð SBH frá 12.maí sl.
Tekið fyrir að nýju mál varðandi ólöglegar framkvæmdir við húsið og ólöglega búsetu í húsinu. Komið hefur í ljós að ekki hefur verið brugðist við þessu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir 08.04.2009 tillögu til skipulags- og byggingarráðs að ítrekuð verði samþykkt til nýrra eigenda um að beitt verði dagssektum í samræmi við VI kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Á síðasta fundi beindi Skipulags- og byggingarráð því til bæjarlögmanns að nýjum eigendum verði tilkynnt þetta og beindi því jafnframt til bæjarstjórnar að ítrekuð verði samþykkt til nýrra eigenda um að beitt verði dagssektum í samræmi við VI kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar til nýrra eigenda Hvaleyrarbrautar 22 samþykkt sína frá dags.29.04.2008 að beitt verði dagssektum í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 vegna ólöglegra framkvæmda við húsið og ólöglegrar búsetu. Bæjarstjórn gefur núverandi eigendum tvær vikur til að tjá sig um málið eða gera við það athugasemdir."