Hvaleyrarbraut 22, ólöglegar framkvæmdir framhald
Hvaleyrarbraut 22
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 225
28. apríl, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju mál varðandi ólöglegar framkvæmdir við húsið og ólöglega búsetu í húsinu. Komið hefur í ljós að ekki hefur verið brugðist við þessu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir 08.04.2009 tillögu til skipulags- og byggingarráðs að ítrekuð verði samþykkt til nýrra eigenda um að beitt verði dagssektum í samræmi við VI kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Svar

Skipulags- og byggingarráð ítrekar að í gildi eru dagsektir, sem samþykktar voru í bæjarstjórn 29. apríl 2008, vegna ólöglegrar búsetu og framkvæmda að Hvaleyrarbraut 22 og beinir því til bæjarlögmanns að nýjum eigendum verði tilkynnt þetta og beinir því jafnframt til bæjarstjórnar að ítrekuð verði samþykkt til nýrra eigenda um að beitt verði dagssektum í samræmi við VI kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.