Fyrirspurn
Mjölnir Gunnarsson sækir um húsaleigubætur og skráningu lögheimilis að Dalshrauni 15. Lagður fram þinglýstur húsaleigusamningur fyrir íbúðarhúsnæði í húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi benti 01.04.2009 á að ekki er samþykkt íbúð í húsinu, sem er á athafnasvæði. Íbúðin væri því ólögleg og bæri að rýma hana án tafar. Yrði það ekki gert innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerði 28.04.2009 eiganda skylt að rýma hinar ólögmætu íbúðir í húsinu tafarlaust. Yrði það ekki gert innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um dagsektir með tilvísun til 57. greinar skipulags- og byggingarlaga. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.