Fyrirspurn
Borist hefur vitneskja um ólöglega búsetu að Stapahrauni 2. Samkvæmt brunavarnarlögum skulu eigendur iðnaðarhúsnæðis húsnæðis hafa aflað sér leyfis samkvæmt skipulags- og byggingarlögum fyrir breyttri notkun húsnæðisins þannig að föst búseta verði þar heimil. Fáist ekki slíkt leyfi skal eigandi eigi síðar en 1. mars 2009 rýma húsnæðið og láta af hinni ólögmætu notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði 08.04.2009 eftir upplýsingum um málið frá húseigendum Stapahrauns 2 innan tveggja vikna frá dagsetningu fundarins 08.04.2009. Yrði ekki brugðist við því, og væri um búsetu að ræða í húsinu, myndi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði málinu 06.05.2009 til Skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð óskar eftir upplýsingum um málið frá húseigendum Stapahrauns 2 innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því, og sé um fasta búsetu að ræða í húsinu, mun skipulags- og byggingaráð gera tillögu til bæjarstjórnar um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."