Flatahraun 29 ólögleg búseta
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 230
7. júlí, 2009
Annað
Fyrirspurn
Fram hefur komið að ólögleg búseta er í húsinu. Umsókn um húsvarðaríbúð var synjað af skipulags- og byggingarráði 23.09.2003 og bæjarráði 21.10.2004. Skipulags- og byggingarráð synjaði breyttri skráningu 24.03.2009 tilvísun í 2. mgr. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð. Skipulags- og byggingarfulltrúi benti eiganda 22.04.2009 á að ekki er samþykkt íbúð í húsinu, sem er á athafnasvæði. Íbúðin væri því ólögleg og bæri að rýma hana án tafar. Yrði það ekki gert innan fjögurra vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 01.07.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð bendir á að ekki er samþykkt íbúð í húsinu, sem er á athafnasvæði. Íbúðin er því ólögleg og ber að rýma hana án tafar. Verði það ekki gert innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Skipulags- og byggingarráð bendir á að ekki er samþykkt íbúð í húsinu, sem er á athafnasvæði. Íbúðin er því ólögleg og ber að rýma hana án tafar. Verði það ekki gert innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.