Kvartmíluklúbburinn, bílaplan
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1622
27. október, 2009
Annað
Fyrirspurn
4. liður úr fundargerð BÆJH frá 22.okt. sl.
Tekið fyrir að nýju. Lagðar fram umbeðnar umsagnir. Annars vegar frá íþrótta- og tómstundanefnd og hins vegar frá eftirlitsnefnd með fjármálum íþróttafélaganna. Íþróttafulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að heimila Kvartmíluklúbbnum að fara í flýtiframkvæmdir á svæði sínu í Kapelluhrauni samanber beiðni klúbbsins frá 3. september 2009. Fyrirkomulag og framkvæmd verksins verði í samræmi við samþykktir framkvæmdaráðs."

Svar

Haraldur Þór Ólason tók við fundarstjórn   Ellý Erlingsdóttir tók til máls.   Ellý Erlingsdóttir tók við fundarstjórn að nýju.   Haraldur Þór Ólason tók til máls. Þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Þá Gísli Ó. Valdimarsson.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 10 atkvæðum. 1 greiddi atkvæði gegn tillögunni.   Rósa Guðbjartsdóttir kom að athugasemd og óskaði eftir að vísa til framlagðrar bókunar í 6. lið fundargerðarinnar.