Börkur Gunnarsson sækir 04.05.09 um uppsetningu á lághitatanki á lóð samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 27.04.09. Stimpill Heilbrigðiseftirlits og Slökkviliðs eru á teikningum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 06.05.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í málið, felur skipulags- og byggingarfulltrúa endanlega afgreiðslu þess og bendir jafnframt á að leita þarf samþykkis eiganda Drangahrauns 3.