Fyrirspurn
Athugasemdir bárust vegna Drangahrauns 3. Drangahraun 1b setti inn kvörtun v/fyllingar á húsgrunn. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði 06.05.2009 eftir upplýsingum frá lóðarhafa Drangahrauns 3 varðandi frágang lóðarinnar innan tveggja vikna. Svar hefur ekki borist. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 24.06.2009 ósk um upplýsingar frá lóðarhafa Drangahrauns 3 varðandi frágang lóðarinnar innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 57.1 í skipulags- og byggingarlögum nr 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.07.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:
"Skipulags- og byggingarráð óskar eftir upplýsingum frá lóðarhafa Drangahrauns 3 varðandi frágang lóðarinnar innan tveggja vikna. Berist ekki svar innan þess tíma mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 57.1 í skipulags- og byggingarlögum nr 73/1997."