Gunnarssund 9, deiliskipulagsbreyting
Gunnarssund 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 239
1. desember, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi Arks ehf sem leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar fyrir lóðina skv. uppdrætti Jon Nordsteien dags. 06.05.2009. Erindið hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdir bárust. Deiliskipulagið var samþykkt af skipulags- og byggingarráði 07.07.2009, en fellt úr gildi af Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vegna formgalla á kynningu þess. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 20.10.2009 að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga. Auglýsingartíminn er frá 22.10.2009 - 20.11.2009, og lýkur athugasemdafresti 07.12.2009. Sviðsstjóri gerir grein fyrir kynningarfundi um deiliskipulagstillöguna 23.11.2009.
Svar

Lagt fram.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120651 → skrá.is
Hnitnúmer: 10031688