Gunnarssund 9, deiliskipulagsbreyting
Gunnarssund 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 236
20. október, 2009
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi Arks ehf sem leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar fyrir lóðina skv. uppdrætti Jon Nordsteien dags. 06.05.2009. Erindið hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdir bárust. Deiliskipulagið var samþykkt af skipulags- og byggingarráði 07.07.2009. Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 8. október sl. þar sem deiliskipulagsbreytingin er felld úr gildi, þar sem breytingin er talin veruleg, og lagaskilyrði hafi því skort fyrir því að fara með breytinguna samkvæmt undantekningarákvæði 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Nýr uppdráttur dags. 16. október 2009.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120651 → skrá.is
Hnitnúmer: 10031688