Gunnarssund 9, deiliskipulagsbreyting
Gunnarssund 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1627
22. desember, 2009
Annað
Fyrirspurn
3. liður úr fundargerð SBH frá 15.des. sl. Tekið fyrir að nýju erindi Arks ehf sem leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar fyrir lóðina skv. uppdrætti Jon Nordsteien dags. 06.05.2009. Erindið hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdir bárust. Deiliskipulagið var samþykkt af skipulags- og byggingarráði 07.07.2009, en fellt úr gildi af Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vegna formgalla á kynningu þess. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 20.10.2009 að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga. Auglýsingartíminn var frá 22.10.2009 - 20.11.2009, og lauk athugasemdafresti 07.12.2009. Athugasemd barst. Haldinn var kynningarfundur um deiliskipulagstillöguna 23.11.2009. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 09.12.2009 sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og drög að svörum við þeim.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs, samþykkir deiliskipulagið og að erindinu verði lokið samkvæmt 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar frá 1981 varðandi lóðina Gunnarssund 9, dags. 16.10.2009, lagfærður 9.12.2009, og að erindinu verði lokið samkvæmt 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 9 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120651 → skrá.is
Hnitnúmer: 10031688