Fyrirspurn
3. liður úr fundargerð SBH frá 15.des. sl.
Tekið fyrir að nýju erindi Arks ehf sem leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar fyrir lóðina skv. uppdrætti Jon Nordsteien dags. 06.05.2009. Erindið hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdir bárust. Deiliskipulagið var samþykkt af skipulags- og byggingarráði 07.07.2009, en fellt úr gildi af Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vegna formgalla á kynningu þess. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 20.10.2009 að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga. Auglýsingartíminn var frá 22.10.2009 - 20.11.2009, og lauk athugasemdafresti 07.12.2009. Athugasemd barst. Haldinn var kynningarfundur um deiliskipulagstillöguna 23.11.2009. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 09.12.2009 sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og drög að svörum við þeim.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs, samþykkir deiliskipulagið og að erindinu verði lokið samkvæmt 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar frá 1981 varðandi lóðina Gunnarssund 9, dags. 16.10.2009, lagfærður 9.12.2009, og að erindinu verði lokið samkvæmt 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."