Tjarnarbraut 29, iðnaðarhúsnæði á lóð
Tjarnarbraut 29
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 454
2. apríl, 2013
Annað
Fyrirspurn
Kvörtun hefur borist vegna skýlis sem reist hefur verið á lóðinni,ásamt ólöglegri búsetu í matshluta 02. Skipulags- og byggingarfulltrúi benti 22.08.12 eigenda á að búseta er óheimil í iðnaðarhúsnæði. Ekkert byggingarleyfi er fyrir skýlinu,og skal það fjarlægt án tafar að viðlögðum dagsektum í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Skýlið hefur verið fjarlægt, en gerðar hafa verið útlitsbreytingar án leyfis. Nýjar upplýsingar hafa borist um að rekið sé bílaverkstæði í skúrnum og gögn lögð fram því til satðfestingar. Ekki starfsleyfi fyrir því og starfsemin óheimil þar sem hér er íbúðarsvæði samkvæmt Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 23.01.13 að búseta er óheimil í húsinu og gerði eiganda skylt að hætta atvinnurekstrinum (bílaverkstæðinu) tafalaust. Yrði ekki brugðist við því innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda kr. 50.000/dag í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á þinglýstan eiganda Algimantas Cesiulis 300955-2159 frá og með 15.05.2013 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi ekki verið brugðist við erindinu fyrir þann tíma og útlit fært í upprunalegt form. Jafnframt er honum gert skylt að stöðva reksturinn án tafar, þar sem hann er ekki heimill í íbúðarhverfi.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122736 → skrá.is
Hnitnúmer: 10026831