Kaplahraun 15, ólögleg búseta
Kaplahraun 15
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 229
23. júní, 2009
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur vitneskja um ólöglega búsetu í húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 20.05.2009 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrði málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um viðeigandi aðgerðir skv. skipulags- og byggingarlögum. Svar hefur ekki borist. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði málinu 09.06.2009 til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: Skipulags- og byggingarráð gerir eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Berist þær ekki verður málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Berist þær ekki verður málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121352 → skrá.is
Hnitnúmer: 10034287