Tartu, vinabæjamót 2011
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3285
17. mars, 2011
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Formaður leggur fram eftirfarandi tillögu: Bæjarráðs samþykkir að senda 1 fullrúa meirihluta og 1 frá minnihluta ásamt 1 starfsmann á vinabæjarmótið.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með 3 atkvæðum.   Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram eftirfarandi bókun: Í því árferði sem nú er, er það mat sjálfstæðismanna að ýmis önnur verkefni í sveitarfélaginu teljist brýnni en ferð bæjarfulltrúa eða embættismanna á vinabæjarmót með tilheyrandi kostnaði. Þó er ekki lagst gegn stuðningi bæjarins við þátttöku hafnfirskra ungmenna í vinabæjarmótinu. Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja rétta að halda þessu áratuga vinabæjarsamstarfi áfram með lágmarkstilkostnaði eins og tillagan gerir ráð fyrir.